Vísitala neysluverðs
Verðbólga er ekki alltaf það sama og verðbólga. Stundum er stór hluti af henni hækkun á húsnæðisverði, stundum ferðir og flutningar. Það er því gott að skoða undirvísitölurnar og áhrif þeirra á heildina.
Vinnumarkaður
Reglulega sjást fyrirsagnir þar sem talað er um að opinbert starfsfólk sé allt of margt og að hlutfall þess af heildarfjölda vinnandi fólks sé of hátt. Hér kryf ég reglulega nýjustu gögnin til að geta vitað hvort slíkar fullyrðingar séu teknar úr samhengi eða endurspegli raunveruleikann.
Loftgæði
Nýlega var fjallað um óvenjulega háar mælingar á NO2 í Reykjavíkurborg. Hversu algeng eru slík tilvik? Hér ber ég mælingar ársins 2023 saman við fyrri ár og birti daglega uppfært yfirlit yfir NO2 við Grensásveg.
Leikskólar
Hvernig gengur sveitarfélögum að útbúa leikskólapláss? Hvernig ber fjölda nemenda í leikskólum saman við heildarfjölda barna í hverjum árgangi? Hér skoðum við gögn Hagstofunnar um leikskóla og berum saman við mannfjöldatölur eftir aldri.
Tekjur, skattar og kaupmáttur
Stundum les maður að skattakerfið ýti undir ójöfnuð, eða að það séu of háir skattar á þeim efnameiru. Hvort er það? Hér nota ég skattagögn Hagstofunnar til að skoða tekjur og skatta eftir tekjutíundum. Ég get ekki sagt hvort það sé sanngjarnt, en ég get sýnt hvernig það hefur breyst með tímanum.
Landspítalinn
Hvernig er nýting legurýma á Landspítala? Hvaða hlutfall launa fer í þessi margræddu millistjórnendastörf? Hér ætla ég aðeins að skoða hvaða gögn eru til um rekstur landspítalans, hvar má finna þau og hvað mætti betur fara í birtingu þeirra gagna.