Uppfært með leikjum frá 1. september
Styrkur landsliða
Mat líkansins á sóknar- og varnarstyrk landsliða byggir á samanburði þeirra við einhvers konar meðaltalslið sem er í raun ekki til í alvörunni. Til að gera matið túlkanlegra hefur tölunum verið breytt þannig að liðin eru borin saman við landslið Kýpur.
Sum lið spila betur á stórmótum en í forkeppnum og vináttuleikjum. Það getur til dæmis verið vegna þess að stórstjörnum fá ekki frí til að spila með þeim nema á sjálfum stórmótunum. Myndin að neðan sýnir mat líkansins á þessum áhrifum, þ.e. hvort sum landslið bæta sig meira en önnur þegar á stórmót er komið.
Næstu leikir
Riðlar
Heimavallaráhrif
Lið spila oftast betur á heimavelli. Hversu mikil eru áhrifin? Eru þau mismunandi milli landsliða? Eru áhrifin meiri þegar kemur að sóknarstyrk eða varnarstyrk?
Með því að bera saman gengi landsliða heima og sem gestir getur líkanið fengið mat á áhrifum heimavallar fyrir hvert lið. Myndin að neðan sýnir hversu mörgum fleiri stigum lið skora (eða verjast gegn) að jafnaði á heimavelli og samanlögð heimavallaráhrif á stigamismun liðanna.