Strætó

Hvað getum við lært af því hvernig Strætó bs. birtir tölurnar sínar?

Í ársreikningi Strætó bs. frá 2021 má finna áhugaverða myndræna framsetningu á tölum. Hér skoða ég hvað við getum lært af þessu og hvernig við getum hjálpað þeim að koma gögnunum ennþá betur til skila.

Author
Affiliation
Published

September 30, 2022

Í ársreikningi Strætó bs. frá 2021 má finna þessar tvær myndir:

Þetta er áhugaverð leið til að birta tímaröð af tölum. Vanalega viljum við að tíminn á x-ás byrji vinstra megin og fari svo hækkandi til hægri. Ég myndi t.d. vanalega teikna þessar myndir svona:

Það er hins vegar frekar leitt við mína framsetningu að það sést of vel hvað reksturinn gengur illa. Hin framsetningin er því bara frekar góð.

Getum við notað það sem við höfum lært frá ársreikningi Strætó bs. til að teikna betri mynd af verði staks fargjalds? Skoðum mismunandi framsetningar á gögnunum.

Framsetningar

Hér er venjuleg framsetning sem endurspeglar gögnin. Við erum hinsvegar hugsjónafólk og viljum ekki að fólk hætti að kaupa strætómiða. Hvernig getum við hjálpað fólki að misskilja gögnin svo það haldi áfram að kaupa miða?

Verð strætófargjalds á föstu verðlagi og verðlagi hvers árs

Byrjum á því að snúa x-ásinum við. Nú heldur fólk við fýrstu sýn að miðaverðinu fari lækkandi, en ef einhver skoðar myndina nánar sést að x-ásinn er öfugur. Það er því ekki hægt að saka okkur um að ljúga, við erum jú að sýna gögnin!

Verð strætófargjalds á föstu verðlagi og verðlagi hvers árs

Kannski höfum við beitt x-ás brögðunum nokkrum sinnum og fólk því á varðbergi. Ekkert mál! Við bara snúum y-ásinum við. Þá virðist miðaverðið ennþá vera að lækka.

Verð strætófargjalds á föstu verðlagi og verðlagi hvers árs

En hvað ef fólk væri svo mikið á varðbergi að það fylgdist með báðum ásunum til að taka eftir snúningum? Síðasta bragðið sem við getum beitt er þá að snúa báðum ásunum við. Þá virðist reyndar verðið ekki vera að lækka, en ef við treystum á það að fólk sjái að ásarnir séu öfugir er eina vonin okkar að rugla það svo mikið að það viti ekki hvort verðið hafi hækkað eða lækkað og haldi því áfram að kaupa!

Verð strætófargjalds á föstu verðlagi og verðlagi hvers árs

Aftur í Pyngjuhornið