HM í handbolta 2025
Fyrir áhugasöm birtum við núna tölfræðilega greiningu á frammistöðu landsliða sem keppa á HM í handbolta,
en hún byggir á svonefndu Bradley-Terry líkani. Þetta líkan metur líkur á sigri milli
liða út frá úrslitum keppna þeirra og gerir okkur kleift að bera saman getu ólíkra liða.
Við notum útvíkkaða útgáfu af Bradley-Terry líkaninu sem greinir bæði heildargetu liða og
þætti á borð við sóknar- og varnarstyrk. Með því að nota skottilraunir, varin skot og mörk úr
leikjum er hægt að meta hvernig ólíkar hliðar leiksins koma saman og móta frammistöðuna.
Út frá þessum gögnum spáum við bæði fyrir um líklega úrslit leikja og reiknum heildarstyrkleika liða,
sem gefur enn dýpri innsýn í hverjir eiga bestu möguleikana á vellinum.
No matching items
Málefni
Útlendingar
Heimili
Efnahagur
Hið Opinbera
No matching items