Vísitala neysluverðs

Vísitalan og áhrif undirtalna á heildina unnið úr nýjustu gögnum Hagstofu hverju sinni

Verðbólga er ekki alltaf það sama og verðbólga. Stundum er stór hluti af henni hækkun á húsnæðisverði, stundum ferðir og flutningar. Það er því gott að skoða undirvísitölurnar og áhrif þeirra á heildina.
efnahagur
verðlag
Hagstofa
Höfundur
Stofnun
Síðast uppfært

April 9, 2024

Hér notum við gögn um Hlutfallslega skiptingu og áhrifaþætti vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands.

Flokkar

Í grófum dráttum er vísitala neysluverðs vegið meðaltal af breytingu í verði hinna ýmsu afurða sem við kaupum. Því eru t.d. áhrif breytingar á húsnæðisverði reiknuð með því að margfalda verðbreytingar þess flokks við vægi hans í vísitölunni. Vægið á að endurspegla útgjöld einhvers konar meðal-Íslendings.

Færið músina yfir myndirnar til að sjá nákvæm tölugildi og hvaða litir tilheyra hvaða flokkum.

Dragið rennuna undir myndinni til að þysja inn á tiltekið tímabil.

Dragið rennuna undir myndinni til að þysja inn á tiltekið tímabil.

Dragið rennuna undir myndinni til að þysja inn á tiltekið tímabil.

Grunnur

Innlendar verðhækkanir hafa hins vegar reynst þrálátar og eru enn á breiðum grunni. - Yfirlýsing peningastefnunefndar, ágúst 2023

Hvað varðar verðbólguna sjálfa þá er hún á breiðum grunni. Eins og ég segi, þetta er eitt stærsta verkefnið til að takast á við. - Katrín Jakobsdóttir í ræðu á Alþingi, janúar 2023

Verðbólgan er á býsna breiðum grunni en allir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hækkuðu í febrúar og eru þeir allir langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. - Íslandsbanki, mars 2023

Ef hátt hlutfall undirliða hefur hækkað mikið er oft sagt að verðbólgan byggi á breiðum grunni. Þá er ekki hægt að kenna einhverjum einum hluta hagkerfisins um verðbólguna, heldur hefur verð hækkað á mörgum sviðum samfélagsins.

Myndin að neðan sýnir hvaða hlutfall undirliða vísitölunnar hefur hækkað sem nemur prósentuhækkun litarins. Dýpsti rauði liturinn sýnir því hlutfall undirliða sem hafa hækkað um að minnsta kosti 10,0% undanfarið ár, en ljósasti bleiki liturinn sýnir hlutfall þeirra sem hækkuðu um meira en 2,5%.

Skammtímaverðbólga

Vísitala neysluverðs er mæld mánaðarlega af Hagstofu Íslands. Það sem við köllum verðbólgu er hlutfallsleg hækkun vísitölunnar undanfarna 12 mánuði. Við getum til dæmis líka skoðað hversu mikið vísitalan hefur hækkað undanfarið hálft ár eða síðasta ársfjórðung til að sjá betur skammtímabreytingar á vísitölunni. Á myndinni að neðan er þessi breyting reiknuð fyrir þriggja, sex og níu mánaða tímabil og borið saman við venjulega ársverðbólgu. Allar mælingarnar eru líka settar á ársgrundvöll til að auðvelda samanburð.

Undirvísitölur

Vísitölu neysluverðs er skipt í flokka eins og að ofan, en flokkunum er líka skipt í smærri undirvísitölur. Það getur því verið gott að skoða þær líka og sjá hverjar þeirra eru að hækka mest eða hafa mest áhrif á útreikninga vísitölunnar.

Myndirnar að neðan sýna mánaðarlegar og árlegar tölur fyrir þá tuttugu undirflokka sem skora hæst hverju sinni.

Reiknuð húsaleiga

Reiknuð húsaleiga er mat á virði þeirrar þjónustu sem eigendur hafa af notkun eigin húsnæðis

Hagstofa Íslands

Samræmd vísitala neysluverðs

Tilgangur: Að mæla á samræmdan hátt breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð á verðbólgu milli ríkjanna.

Samræmda vísitalan er að mestu leyti undirvísitala þeirrar íslensku þó munur sé á umfangi þeirra. Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Útgjöld erlendra ferðamanna og útgjöld þeirra sem búa á stofnunum eru með í vog samræmdu vísitölunnar en ekki í íslensku neysluverðsvísitölunni.

Hagstofa Íslands

Þróun eftir löndum

Samanburður við vægi í vísitölu neysluverðs