Hér notum við gögn um Hlutfallslega skiptingu og áhrifaþætti vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands.
Flokkar
Í grófum dráttum er vísitala neysluverðs vegið meðaltal af breytingu í verði hinna ýmsu afurða sem við kaupum. Því eru t.d. áhrif breytingar á húsnæðisverði reiknuð með því að margfalda verðbreytingar þess flokks við vægi hans í vísitölunni. Vægið á að endurspegla útgjöld einhvers konar meðal-Íslendings.
Færið músina yfir myndirnar til að sjá nákvæm tölugildi og hvaða litir tilheyra hvaða flokkum.
Dragið rennuna undir myndinni til að þysja inn á tiltekið tímabil.