Tekjur, skattar og kaupmáttur

Greining á tekjuskattsgögnum sem Hagstofan vinnur úr skattframtölum Íslendinga

Stundum er sagt að að skattakerfið ýti undir ójöfnuð, eða að það séu of háir skattar á þeim efnameiru. Hvort er það? Hér notum við skattagögn Hagstofunnar til að skoða tekjur og skatta eftir tekjutíundum.

skattar
efnahagur
tekjur
Höfundur
Stofnun
Síðast uppfært

October 21, 2023

Skilgreiningar

Tekjutíund

Það er fátt jafn sexý og þegar einhver talar um tekjutíundir, en hvað þýðir það? Í gögnum Hagstofunnar um tekjur eru samtals 242.432 einstaklingar árið 2022 og þau fengu samtals tekjur upp á 2.452.528 milljónir króna, eða 10 milljónir króna á mann á ári (0,8 milljónir á mánuði).

En þessir einstaklingar höfðu ekki allir sömu tekjur, heldur er tekjum dreift ójafnt. Sum hafa hærri tekjur og aðrir lægri. Ímyndum að við tökum þessa 242.432 einstaklinga, röðum þeim í vaxandi röð eftir tekjum þeirra og skiptum svo í tíu jafnstóra hópa. Þá erum við komin með það sem kallast tekjutíundir! Í töflu I að neðan sjáum við hvernig heildartekjur skiptust í tekjutíundir árið 2021.

Hér ber að hafa í huga að allir einstaklingar sem náð hafa 16 ára aldri teljast með í þessum gögnum. Því þýða mánaðartekjur upp á 37 þúsund kr í lægstu tíundinni ekki að fjölskyldur þurfi að lifa á þeim tekjum, heldur eru þarna margir einstaklingar með engar eða mjög litlar tekjur.

Tafla I. Skipting heildartekna á tekjutíundir árið 2022
Tekjutíund Tekjur Skattar
Á mann á mánuði Samtals % allra Á mann á mánuði Samtals % allra
1 40.995 kra 11.926 mkr 0,49% 1.052 kr 306 mkr 0,05%
2 180.612 kra 52.543 mkr 2,14% 10.378 kr 3.019 mkr 0,54%
3 323.825 kr 94.206 mkr 3,84% 40.974 kr 11.920 mkr 2,13%
4 434.345 kr 126.363 mkr 5,15% 70.963 kr 20.645 mkr 3,69%
5 531.844 kr 154.722 mkr 6,31% 99.173 kr 28.851 mkr 5,16%
6 663.944 kr 193.152 mkr 7,88% 134.963 kr 39.263 mkr 7,02%
7 835.643 kr 243.112 mkr 9,91% 178.127 kr 51.822 mkr 9,26%
8 1.084.736 kr 315.567 mkr 12,87% 242.001 kr 70.402 mkr 12,59%
9 1.475.739 kr 429.316 mkr 17,51% 364.067 kr 105.913 mkr 18,93%
10 2.858.629 kr 831.621 mkr 33,91% 781.129 kr 227.243 mkr 40,62%
a Einstaklingar á aldrinum 16-17 hafa oft engar eða litlar tekjur meirihluta árs

Við getum skipt öðrum breytum en tekjum í tíundir. Í mælaborði Metils um skattahögn Hagstofunnar er hægt að skoða ýmsar breytur eftir tíundum heildartekna, ráðstöfunartekna, eigna og annarra breytna!

Heildartekjur og skattar

Við getum skoðað skattgreiðslur mismunandi tekjuhópa á tvo vegu:

  • Hversu hátt hlutfall af öllum sköttum borgar hver tekjuhópur?
  • Hversu hátt hlutfall af eigin tekjum borgar hver tekjuhópur í skatta?

Hversu hátt hlutfall af öllum sköttum borgar hver tekjuhópur?

Hvað borgar hver tekjutíund mikið í skatta og hvernig ber því saman við heildartekjur þeirra? Á myndinni að neðan ber ég þetta tvennt saman. Hægt er að smella á Play til að sjá þróunina frá 1997 til 2022 eða velja ár til að skoða. Ef allir tekjuhópar borguðu jafnt hlutfall í skatta væru allir punktarnir á brotnu línunni.

Skattbyrði

Við getum líka skoðað skattbyrði, eða hversu hátt hlutfall af tekjum sínum hver hópur borgar í skatta. Eins og að ofan er hægt að smella á Play til að sjá þróunina frá 1997 til 2022 eða velja ár sjálf til að skoða.

Þróun frá 1997

Kaupmáttur heildartekna

Kaupmáttur er einfaldlega hækkun á tekjum umfram verðbólgu (hækkun á verðlagi, mælt með vísitölu neysluverðs). Hér sjáum við hækkun kaupmáttar frá 1997 hjá meðaleinstakling úr hverru tekjutíund.

Kaupmáttur ráðstöfunartekna

Við höfum frekar áhuga á kaupmætti ráðstöfunartekna (heildartekjur að frádegnum sköttum).

Skattbyrði

Það er líka áhugavert að skoða breytingu í skattbyrði milli 1997 og 2021. Hér þýðir jákvæð prósenta að skattbyrði hefur aukist, en neikvæð prósenta að hún sé minni. Við sjáum að skattbyrði hefur aukist hjá öllum tekjutíundunum nema þeirri efstu. Hér erum við að skoða skattbyrði hvers hóps í heild sinni, þannig að það getur alltaf verið að þetta passi ekki við hvern og einn einstakling, heldur á þetta við um meðaltal allra einstaklinganna.

Tekjudreifing eftir aldri

Hér fyrir neðan sjáum við hlutfallslega breytingu á atvinnu- og heildartekjum eftir aldri og tekjuhóp.