Loftgæði

Samantekt á mælingum köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) við Grensásveg

Nýlega var fjallað um óvenjulega háar mælingar á NO2 í Reykjavíkurborg. Hversu algeng eru slík tilvik? Hér ber ég mælingar ársins 2023 saman við fyrri ár og birti daglega uppfært yfirlit yfir NO2 við Grensásveg.

loftgæði
umhverfi
Höfundur
Stofnun
Síðast uppfært

January 21, 2023

Á vef Umhverfisstofnunar er skrifað:

Í stórum þéttbýliskjörnum getur styrkur köfnunarefnisoxíða nálgast mörkin þar sem áhrifa á heilsu manna fer að gæta. Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) ertir lungu manna og dýra og meðal annars er talið að langvarandi álag á lungu af völdum NO2 geti valdið lungnaskemmdum síðar á ævinni. Enn fremur getur hár styrkur köfnunarefnisoxíða orsakað plöntuskemmdir.

Vegna legu Reykjavíkur við hafið og hve vindasamt er þar, er meðalstyrkur köfnunarefnisdíoxíðs sjaldan meiri en 20 µg/m3 á veturna. En þegar logn er á veturna getur myndast mjög greinilegt slör af menguðu lofti yfir borginni og þá fer magn köfnunarefnisdíoxíðs á sólarhring stundum yfir viðmiðunarmörkin sem eru 75 µg/m3.

Á myndinni að neðan sjáum við hversu oft og hvenær mælingar köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) hafa farið yfir hættumörkin, bæði hvað varðar klukkustundarmörk og dagsmörk, síðan 2019.