Hagstofan gefur árlega út gögn um fjölda nemenda í leikskólum landsins. Tölurnar eiga við um fjöldann í desembermánuði árið á undan. Til að fá sem raunsæsta mynd á hlutfall barna með leikskólapláss er best að bera þann fjölda saman við stærð árgangsins í janúar mánuði síðar frekar en janúar sama ár (ellefu mánuðum fyrr).
Eins árs gömul börn
Mest er talað um fjölda eins árs barna svo við byrjum á að skoða þær tölur
En hvernig hefur þetta hlutfall þróast undanfarin ár? Skoðum þróunina hjá þeim 16 sveitarfélögum sem hafa haft stærstu árgangana síðustu árin
Heildarfjöldi leikskólaplássa
Endurtökum þetta nú fyrir leikskólana í heild sinni. Þá skoðum við heildarfjölda nemenda í leikskólum sem hlutfall af fjölda barna á aldrinum 1 árs til 5 ára. Við sjáum að neðan að stundum benda gögnin til þess að fleiri börn eru í leikskólum heldur en eru í árganginum. Þetta getur gerst þar sem við erum að skoða fjöldatölur í árgangi mánuði seinna en fjöldatölur í leikskólum.
Skoðum þróunina núna fyrir sömu 16 sveitarfélög og að ofan.