Leiga og kaupverð

Hvernig ber leiguverði saman við kaupverð?

Stundum er talað um að leiga vaxi of hratt, eða að hún vaxi hægar en húsnæðisverð. Hérna nota ég kaupskrá, leiguskrá og vaxtatöflu Landsbanka til að bera leigu saman við afborganir á óverðtryggðu láni með jöfnum greiðslum og breytilegum vöxtum að því gefnu að kaupandi fær lán fyrir 80% af kaupverði fasteignarinnar.
stjórnmál
efnahagur
fasteignir
sveitarfélög
Höfundur
Stofnun
Síðast uppfært

November 1, 2023

Þessi greining byggir á kaupskrá fasteigna og leiguskrá íbúðarhúsnæðis. Niðurstöður eru reiknaðar á eftirfarandi hátt:

  1. Finna allar eignir sem eru seldar/leigðar út oftar en einu sinni
  2. Fyrir hverja sölu/leigu á hverri eign reiknum við hlutfallslega aukningu milli hverrar sölu/leigu
  3. Finnum svo tímann á milli þessara sala/leiga og leiðréttum svo þannig að hlutfallslega aukningin sé á ársgrundvelli
  4. Í hverju mánuði skoðum við svo dreifingu þessara verðbreytinga eftir að leiðrétt hefur verið fyrir vísitölu neysluverðs án húsnæðis

Myndir

Kaupverð

Leiguverð

Saman

Nánari samanburður

Hreyfimyndin að neðan sýnir sömu gögn og myndirnar að ofan, en auðveldar samanburð á hækkun leigu- og kaupverðs innan hvers mánaðar.