Flóttafólk á Íslandi

Hvaðan koma umsækjendur um hæli/alþjóðlega vernd til Íslands?

Málefni flóttafólks og hælisleitenda hefur verið svo mikið til umræðu. Hvaðan koma umsækjendur um hæli/alþjóðlega vernd til Íslands? Hefur þeim fjölgað?
stjórnmál
fólksflutningar
flóttafólk
eurostat
hagstofa
evrópa
Höfundur
Stofnun
Síðast uppfært

April 15, 2024

Þróun á heildarfjölda umsækjenda

Skoðum fyrst þróun fjölda mánaðarlegra umsókna um hæli. Myndin sýnir þrjár línur. Ein línan sýnir fjölda umsókna samtals, önnur sýnir fjölda umsókna að úkraínskum undanskildum og sú þriðja sýnir fjölda umsókna að bæði úkraínskum og venesúelskum undanskildum.

Umsækjendur frá Venesúela

Umsækjendum frá Venesúela fjölgaði mikið frá upphafi árs 2022 og náði hann hápunkti um áramót 2023. Síðan þá hefur þeim fækkað.

Ragnhildur Þrastardóttir hjá Heimildinni hefur skrifað um ákvörðina að veita öllum Venesúelabúum hæli hér: https://heimildin.is/grein/21054/


Aðrir umsækjendur

Þegar við tökum umsækjendur frá Úkraínu og frá Venesúela út getum við betur skoðað hvaðan allir aðrir umsækjendur koma.