Styrkur félagsliða
Líkanið metur bæði sóknar- og varnarstyrk félagsliða ásamt því að meta áhrif heimavallar á frammistöðu hvers liðs.
Leikir næstu viku
Fótboltalíkanið gefur líkur á að ákveðnar útkomur raungerast, en hvernig vitum við hversu gott líkanið er? Til að meta gæti slíkra spáa skoðum við kvörðun líkansins.
Ef líkanið er vel kvarðað þá ættu atburðir að gerast jafnoft og það spáir fyrir um. Þetta þýðir að af öllum þeim skiptum sem líkanið sagði 50% líkur á að eitthvað gerðist, ættu 50% af þeim að hafa raunverulega átt sér stað. Það sama á við um 10%, 37% og 71% líkindi.
Ef svo er munu punktarnir á myndinni að neðan liggja á eða nálægt brotalínunni (sem táknar y = x).
Stigafjöldi í lok timabils (fyrir umspil)
Við getum spáð fyrir um niðurstöðu allra leikja í deildinni og reiknað svo líkindadreifingu yfir stigafjölda hvers liðs í lok tímabilsins.
Myndin að neðan sýnir þá líkindadreifingu ásamt því að sýna líkur á að félagslið nái inn í efri hluta umspilsins í lok tímabilsins.
Á myndinni að neðan sýna svörtu línur meðaltalið í spá fótboltalíkansins. Líkanið fangar hins vegar mikla óvissu og því fylgir líka svokallað 89% spábil í daufum gráum lit. Það bil sýnir þær útkomur sem líkanið telur 89% líkur á að muni raungerast, og því líka 11% líkur á að annað gerist.
Þegar líður á tímabilið minnka þessi spábil, bæði vegna þess að líkanið verður vissara í mati sínu á getu liðanna, en líka vegna þess að færri leikir eru eftir og því færri möguleikar til að koma okkur á óvart.
Sigurvegari tímabils (fyrir umspil)
Á myndinni að neðan sýna svörtu línur meðaltalið í spá fótboltalíkansins. Líkanið fangar hins vegar mikla óvissu og því fylgir líka svokallað 89% spábil í daufum gráum lit. Það bil sýnir þær útkomur sem líkanið telur 89% líkur á að muni raungerast, og því líka 11% líkur á að annað gerist.
Þegar líður á tímabilið minnka þessi spábil, bæði vegna þess að líkanið verður vissara í mati sínu á getu liðanna, en líka vegna þess að færri leikir eru eftir og því færri möguleikar til að koma okkur á óvart.
Heimavallaráhrif
Lið spila oftast betur á heimavelli. Hversu mikil eru áhrifin? Eru þau mismunandi milli liða? Eru áhrifin meiri þegar kemur að sóknarstyrk eða varnarstyrk?