Vinnumarkaður

Hver er fjöldi starfandi einstaklinga og hvernig skiptast þeir á vinnumarkaði?

Reglulega sjást fyrirsagnir þar sem talað er um að opinbert starfsfólk sé allt of margt og að hlutfall þess af heildarfjölda vinnandi fólks sé of hátt. Hér kryf ég reglulega nýjustu gögnin til að geta vitað hvort slíkar fullyrðingar séu teknar úr samhengi eða endurspegli raunveruleikann.
efnahagur
vinnumarkaður
Hagstofa
Höfundur
Stofnun
Síðast uppfært

June 5, 2024

Gögnin

Lýsing

Gagnasafnið á bak við þessa skýrslu er gagnasafn Hagstofu:

Þar er starfandi einstaklingum skipt upp meðal annars eftir rekstrarformum. Hér eru eftirfarandi rekstrarform talin ná utan um opinbert vinnuafl:

 • B2, C2, D4: Opinber fyrirtæki
 • K: Aðrar opinberar stofnanir
 • K1: Ríkisstofnun
 • K2: Stofnun sveitarfélags

Önnur rekstrarform eru talin sem hluti af almennum vinnumarkaði. Þau eru:

 • AX og E: Einkahlutafélög
 • B: Einkarekin sameignarfélög
 • C: Einkarekin samlagsfélög
 • D & F: Einkarekin hluta- og samlagshlutafélög
 • G: Samvinnufélög
 • H: Sjálfseignarstofnanir
 • L & M: Spari- og lífeyrissjóðir
 • N & P: Félagasamtök
 • R & Z: Erlend félög
 • Rekstur á eigin kennitölu

Samantekt

Fjöldatölur eftir rekstrarformum
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu
Dagsetning Fjöldi starfandi Hlutfall (%)
Nýjast Undanfarið ár Nýjast Undanfarið ár
Opinbert starfsfólk

B2, C2 og D4: opinber fyrirtæki

1 apr. 2024 3.883 3.9K 1,8% 1.8

K1: ríkisstofnun

1 apr. 2024 26.292 26.3K 12,2% 12.2

K2: stofnun sveitarfélags

1 apr. 2024 29.508 29.5K 13,6% 13.6

K: aðrar opinberar stofnanir

1 apr. 2024 1.113 1.1K 0,5% 0.5

Samtals

1 apr. 2024 60.796 60.8K 28,1% 28.1
Almennur vinnumarkaður

AX og E: einkahlutafélög

1 apr. 2024 106.605 106.6K 49,3% 49.3

B: einkarekin sameignarfélög

1 apr. 2024 1.846 1.8K 0,9% 0.9

C: einkarekin samlagsfélög

1 apr. 2024 2.503 2.5K 1,2% 1.2

D & F: einkarekin hluta- og samlagshlutafélög

1 apr. 2024 25.517 25.5K 11,8% 11.8

G: samvinnufélög

1 apr. 2024 929 929.0 0,4% 0.43

H: sjálfseignarstofnanir

1 apr. 2024 2.983 3.0K 1,4% 1.4

L & M: spari- og lífeyrissjóðir

1 apr. 2024 380 380.0 0,2% 0.18

N & P: félagasamtök

1 apr. 2024 6.692 6.7K 3,1% 3.1

R & Z: erlend félög

1 apr. 2024 186 186.0 0,1% 0.09

Rekstur á eigin kennitölu

1 apr. 2024 7.914 7.9K 3,7% 3.7

Samtals

1 apr. 2024 155.555 155.6K 71,9% 71.9
Heildarfjöldi 216.351 100,0%
Heimild: Gögn Hagstofu um fjölda starfandi samkvæmt skrám

Fjöldi starfsfólks eftir vinnumarkaði

Samanburður við sömu mánuði fyrri ára

Árstíðaleiðrétt hlutfall opinbers starfsfólks

Við getum hugsað að þetta séu tvö ferli:

 1. Langtímaferli sem breytist án mjög ákveðins mynsturs
 2. Árstíðabundnar sveiflur sem eru að mestu leyti svipaðar frá ári til árs

Notum GAM (Generalized Additive Models) til að meta bæði ferlin saman. Splæsibrúunin (e. splines) metur ferlið í tveimur hlutum, línulegum og ólínulegum, og notar stika til að toga ólínulega hlutann í átt að línulegu ferli.

 1. Þar sem hæga þróunin getur verið að breytast mishratt á mismunandi árabilum notum við aðlögunarsplæsibrúun (e. adaptive smoother) þar sem ólínulegi stikinn fær að breytast með tíma. Í kóðanum er þetta táknað með s(timi, bs = "ad")

 2. Árstíðarferlið hefur þær skorður að frávikið í upphafi og byrjun ársins á að stefna í sömu tölu, þ.e. \(\text{31. desember} \approx \text{1. janúar}\). Pakkinn mgcv býður upp á slíka hringrásarsplæsara (e. cyclic smooths) [alveg í ruglinu með íslenskuna núna]. Í kóðanum er þetta táknað með s(manudur, bs = "cc")

Þegar við erum komin með mat á þessi tvö ferli er lítið mál að heilda yfir árstíðarbundnu sveiflurnar. Við vigtum árstíðarbundna matið eftir nákvæmni matsins í hverjum mánuði (einum deilt með staðalvillu matsins) og reiknum svo meðaltal eftir því.

Allt í allt metum við þá líkanið svona (einfölduð útgáfa af kóða):

gam(Opinbert ~ s(manudur, bs = "cc") + s(timi, bs = "ad"), offset = log(Heild), family = nb())

Fjöldi opinbers starfsfólks er jákvæð fjöldatala svo fyrsta ágískunin er alltaf neikvæða tvíkostadreifingin. Við metum líkanið á lograkvarða, bæði því það er náttúrulega matið fyrir dreifinguna, en líka því við búumst við því að útkoman breytist hlutfallslega milli ára.

Hér fyrir neðan sjáum við svo matið á árstíðaráhrifum:

Árstíðabundin sveifla

Hlutall (p) opinbers starfsfólks (O) af heildarfjölda starfsfólks (H) má skrifa

\[ p = \frac{O}{H}, \]

Þar sem \(H\) inniheldur líka starfsfólk á almennum vinnumarkaði (A), s.s. \(H = O + A\).

Skoðum hlutfallið á tveimur mismunandi tímapunktum, \(p_1\) og \(p_2\).

\[ \frac{p_2}{p_1} = \frac{O_2/H_2}{O_1/H_1} = \frac{O_2/O_1}{H_2/H_1}. \]

Ef \(p_2 > p_1\) og \(p_1 \neq 0\) gildir að \(p_2/p_1 > 1\) og því

\[ \begin{aligned} \frac{O_2/O_1}{H_2/H_1} &> 1 \\ \rightarrow \frac{O_2}{O_1} &> \frac{H_2}{H_1}, \end{aligned} \]

þ.e. fjöldi opinbers starfsfólks hefur vaxið hlutfallslega hraðar en fjöldi starfsfólks alls.

Þetta er kannski augljóst, en það er gott að hafa þetta í huga þegar hlutfallið hækkar og athuga hvort það sé vegna mikilla opinberra ráðninga eða fækkunar starfa á almennum vinnumarkaði.

Hér nota ég GAM til að smootha gögnin og nota svo árstíðaleiðrétt smooth gögn til að reikna stöðugar mánaðarlegar breytingar og teiknum þær svo.

Árlegar breytingar

Hlutfall starfsfólks af erlendum uppruna

Opinber og almennur markaður

Eftir rekstrarformi